A man with a boat

On Northern Waters

Súðbyrðingur

- The Story of a Boat

- saga báts

In this film four boatbuilders join forces in building a clinkboat of the type that was once predominant in the Breidafjord Bay in the West of Iceland. The story of thousand years of boatbuilding in the North unfolds as we watch them build the clinkboat - starting with the keel which had its beginning in the logboat of the stoneage, and finishing with the launching. When the sails are set we are brought back to the personal histories of the builders themselves, to the past when these boats were in general use - back home where the film started.

The vessel that is the film carries a variety of subjects: craftsmanship, paganism, trade history, fishing, death, celebrations. The boat reflect the ethnic history of the Nordic nations. The building of the boat forms the baseline of the film but the story of the clinkboat is told by the people who appear in it (chiefly the builders) and they to an extent determine its course.

Fjórir menn taka sér fyrir hendur að smíða bát eftir Staðarskektunni, sem fúnað hefur í grasi í Reykhólasveit. Samhliða því sem nýi báturinn tekur á sig mynd er sögð saga bátasmíða á Norðurlöndum. Byrjað er á kilinum, sem þróaðist frá eintrjáningi steinaldar, og svo þegar báturinn er byrtur er sagt frá skinnbátum bronsaldar og helluristum, fórnum á bátum og mönnum til ókunnra guða, en elsti súðbyrðingurinn sem vitað er um varðveittist á einum slíkum blótstað, sýnd hin glæstu skip víkingaaldar, sýndar myndir frá selveiðimönnum í Eystrasaltinu sem lögðust út á ísinn og sváfu í einkennilega löguðum bátum sínum, og áfram er smíðað, böndin og borðstokkarnir, og þá er komið til Færeyja þar sem keppt er í róðri í nýrri gerð af súðbyrðingum á Ólafsvöku. Að lokum er báturinn klár og seglin saumuð og þá er sjósetning og smiðirnir sigla út á Breiðafjörð, til fortíðar þeirra sjálfra, þar sem súðbyrðingar voru smíðaðir og notaðir - heima.

Báturinn er trúarlegt tákn. Í þessum „báti“ sem kvikmyndin er, rúmast margt, svo sem handbragð, heiðindómur, verslunarsaga, veiði, dauði og hátíðir. Í gegnum báta og skip tengjast hættir og saga þeirra þjóða sem búa á Norðurlöndum.

Cast

Þátttakendur

Boat Builders

Bátasmiðir

Photo of boat builder, Eggert Björnsson
Eggert Björnsson
Photo of boat builder, Hjalti Hafþórsson
Hjalti Hafþórsson
Photo of boat builder, Hafliði Aðalsteinsson
Hafliði Aðalsteinsson
Photo of boat builder, Aðalsteinn Valdimarsson
Aðalsteinn Valdimarsson

Filmmakers

Teymi

Information and sales:  Gjóla films ehf.
Director and Author:  Ásdís Thoroddsen
Cinematographer:  Hálfdán Theodórsson
Editing:  Ásdís Thoroddsen
EditingConsultant:  Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir
Composer:  Þórður Magnússon
Sound Mix::  Gunnar Árnason
Colourist:  Steinþór Birgisson
Online:  The Engine Room Reykjavik
Producers:  Ásdís Thoroddsen, Fahad Falur Jabali
Produced by Gjóla ehf
Supported by Icelandic Film Centre, Nordisk Kulturfond

Upplýsingar og dreifing:  Gjóla films ehf.
Leikstjórn og handrit:  Ásdís Thoroddsen
Kvikmyndataka:  Hálfdán Theodórsson
Klipping:  Ásdís Thoroddsen
Ráðgjöf við klippingu:  Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir
Tónskáld:  Þórður Magnússon
Hljóðblöndun::  Gunnar Árnason
Litgreining:  Steinþór Birgisson
Samsetning og frágangur:  The Engine Room Reykjavik
Framleiðendur:  Ásdís Thoroddsen, Fahad Falur Jabali
Famleiðslufyrirtæki:  Gjóla ehf
Styrkt af Kvikmyndastöð Íslands, Nordisk Kulturfond, Hagþenki - félagi höfunda fræðslurita og kennslugagna

A drowing picture of the filmmakers

Title:  Súðbyrðingur - saga báts
English Title:  On Northern Waters - The Story of a Boat
Genre:  Documentary
Release Date:  January, 2011
Screening Format:  HDV
Video Format:  PAL
Aspect Ratio:  16:9
Running Time:  57 min.
Language:  Narration in Icelandic. Interviews in Swedish, Danish, Norwegian, Faeroese, Icelandic.
Subtitles:  English, Norwegian, German and Icelandic. International track

Titill:  Súðbyrðingur - saga báts
Enskur titill:  On Northern Waters - The Story of a Boat
Tegund:  Heimildamynd
Frumsýning:  Janúar, 2011
Myndform:  HDV
Videoform:  PAL
Hlutföll:  16:9
Lengd:  57 mín.
Tungumál:  Þularrödd íslensk. Viðtöl á sænsku, dönsku, norsku, færeysku og íslensku.
Textar fáanlegir:  Enska, norska, þýska og íslenska. Alþjóðleg hljóðrás.

Preview

Stiklur

On Northern Waters - The Story of a Boat

Súðbyrðingur - saga báts