Now Loading...

Now Loading...

Background image of Gjola staff.

About Gjóla films

Um Gjólu

Gjóla ehf production company was founded by Ásdís Thoroddsen, Anna Th. Rögnvaldsdóttir and Martin Schlüter in year 1989. It focuses on film and television but has also been associating producer in theatre and radio.

The company’s director, producer and writer is Ásdís Thoroddsen. The first production of Gjóla was her "Ingaló", screened on numerous festivals as Cannes (Critic's Week) and Museum of Modern Art (New Films/New Dir.), sold in TV's and got the price as Best Film on the Nordic Film Festival in Rouen 1993 with the Sólveig Arnarsdóttir as Best Actress. The feature "Dreamhunters" followed which garnered good reviews when it was shown on the broadcasting stations ZDF and ARTE during prime time.

After this, a hiatus ensued except for three short films. In the year 2006, production started on a documentary about history of boat building in the Nordic Countries, "Súðbyrðingur – saga báts" ("On Northern Waters–The Story of a Boat"). A 4 hrs technical manual on boat building on DVD followed. In 2010 Gjóla ehf co-produced with the "Hafnarfjarðarleikhúsið" (Theatre of Hafnarfjord) the monologue "Ódó á gjaldbuxum" written by Ásdís Thoroddsen and 2011 Gjóla produced with the Radio Theatre of the Icelandic State Broadcasting Service the serial "Situation" on the contact between the occupational British soldiers and Icelandic girls in WW II and the political consequences.

In the autumn of 2017 the documentary "Skjól og skart - handverk og saga íslensku búninganna" ("Form and Function - Handicraft and History of the Icelandic national Costumes") came out, followed by the documentaries "Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga" ("The Bountiful Land - Icelandic Food Tradition and Food History") in year 2019 and "Milli fjalls og fjöru" ("Wood Grew Here Once") in the autumn 2021. The premier of the documentary Trolls is set in the autumn 2022.

In the spring of 2021 Gjóla published the art work book "Jón Sigurður Thoroddsen - 105 verk".

Framleiðslufyrirtækið Gjóla ehf var stofnað af Ásdísi Thoroddsen, Önnu Theodóru Rögnvaldsdóttir og Ernst Martin Schlüter árið 1989. Nú er það rekið af þeim Ásdísi og Önnu Theodóru. Thoroddsen og Önnu Th. Rögnvaldsdóttur.
Tilgangur félagsins er listræn framleiðsla í ýmsum miðlum en aðallega þó framleiðsla og dreifing kvikmynda. Framkvæmdastjóri félagsins er leikstjórinn, framleiðandinn og höfundurinn Ásdís Thoroddsen.

Fyrsta verkefnið var leikna myndin „Ingaló" (1992) eftir Ásdísi sem sýnd var á fjölda kvikmyndahátíða, meðal annars í Cannes (Semaine de la critique) og Museum of the Modern Art (New Films/New Dir.) Þá var hún víða seld til sjónvarpsstöðva. Á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg var hún verðlaunuð sem besta myndin og Sólveig Arnarsdóttir hlaut verðlaun fyrir besta leikinn á sömu hátíð. Árið 1995 framleiddi Gjóla ehf kvikmyndina „Draumadísir". Hún fékk góða dóma er hún var sýnd á sjónvarpsstöðvunum ZDF og ARTE á besta sýningartíma. Eftir þetta kom hlé fyrir utan þrjár litlar stuttmyndir.

Árið 2006 hófst framleiðsla á nýjan leik; í þetta sinn var það heimildamynd um bátasmíði á Norðurlöndum frá öndverðu: „Súðbyrðingur – saga báts" (2011), sem seld var til þriggja erlendra sjónvarpsstöðva. Fjögurra klukkustunda leiðarvísir á DVD um bátasmíði, sem kom út um svipað leyti (2010), hefur notið vinsælda hjá smiðum og áhugamönnum. Þá hófst árið 2010 samstarf Gjólu ehf við Hafnarfjarðarleikhúsið um sviðsetningu á einleiknum „Ódó á gjaldbuxum" eftir Ásdísi Thoroddsen og fór Þórey Sigþórsdóttir með hlutverk Ódóar. Árið 2011 framleiddi Gjóla ehf með Útvarpsleikhúsi RÚV þáttaröðina „Ástand" um samskipti íslenskra kvenmanna við breska dáta í Seinni heimsstyrjöld.

Haustið 2017 frumsýndi Gjóla heimildamyndina „Skjól og skart - handverk og saga íslensku búninganna" í Bíó Paradís. Í kjölfarið fylgdu fleiri heimildamyndir; haustið 2019 var það „Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga" og haustið 2021 „Milli fjalls og fjöru", sem fjallar um skóg á Íslandi, skógeyðingu og skógrækt. Nú er unnið að heimildarmyndinni Tröllum og er gert ráð fyrir að hún verði frumsýnd haustið 2022.

Vorið 2021 gaf Gjóla út listaverkabókina „Jón Sigurður Thoroddsen – 105 verk".

CEO

CEO

Ásdís Thoroddsen (Author and director)

Ásdís Thoroddsen

Ásdís Thoroddsen

Ásdís Thoroddsen, producer, director and writer. Studied at the German Film Academy Berlin (dffb) in the years 1984-89. She made "Ingaló" (1992) which was shown at a score of film festivals, including Cannes (Semaine de la critique) and the Museum of Modern Art in N.Y. as part of the New Films/New Directors program. Ingaló was chosen as the best film at the Nordic Film festival in Rouen, France and the young Sólveig Arnarsdóttir was awarded as the best actress. The comedy "Dreamhunters" garnered good reviews when it was shown on the broadcasting stations ZDF and ARTE during prime time.

After this, a hiatus ensued as Ásdís Thoroddsen devoted herself to raising her children as a single mother. During this period, she was working on other film productions than her own although she did make three shorts for TV. In the year 2006, production started on a documentary about history of boat building in the Nordic Countries, "Súðbyrðingur – saga báts" ("On Northern Waters–The Story of a Boat"). The same year she was Head of the Icelandic Film School 2006-2007.

Ásdís has also directed and written for radio and the stage. In autumn 2015 her documentary "We are still here", produced by Seylan ehf came out. Her novel "Utan þjónustusvæðis" ("Out of Service") appeared in 2016 and her latest documentary "Skjól og skart - handverk og saga íslensku búninganna" ("Form and Function - Handicraft and History of the Icelandic National Costumes) was premiered in the autumn 2017.

In autumn 2019 the documentary "The Bountiful Land - Icelandic Food Traditions and Food History" came out and now in summer 2021 we are finishing the documentary on forests in Iceland "Woods Grew Here Once".

Ásdís Thoroddsen, framleiðandi, leikstjóri og rithöfundur. Hún lærði við Þýsku kvikmynda- og sjónvarps-akademíuna (dffb) á árunum 1984-89. Hún gerði kvikmyndina „Inguló“ árið 1992 sem var sýnd á fjölda hátíða, þar á meðal á Cannes (Semaine de la critique) og í MOMA, Museum of Modern Art in N.Y. sem hluta af dagskránni Nýjar myndir/Nýir leikstjórar. Ingaló var valin besta myndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg og hin unga Sólveig Arnarsdóttir fékk útnefninguna besta leikkonan. Leikna myndin „Draumadísir“ fékk góða dóma þegar hún var sýnd á sjónvarpsstöðvunum ZDF og ARTE á besta tíma.

Eftir það kom hlé því að Ásdís Thoroddsen þurfti að sinna börnum sínum sem einstæð móðir. Þó vann hún stöku sinnum kvikmyndavinnu fyrir aðra og gerði líka þrjár stuttmyndir fyrir sjónvarp. Varð safnstjóri fyrir vestan og sat í stjórn ReykjavíkurAkademíunnar um árabil og var einn vetur skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands.

Árið 2006 byrjaði hún eigin kvikmyndaframleiðslu á nýjan leik og var það heimildamynd um bátasmíði á Norðurlöndum, „Súðbyrðingur – saga báts“ sem var einnig sýnd í sjónvarpi erlendis. Þá hefur Ásdís leikstýrt og skrifað fyrir útvarpsleikhús og svið. Haustið 2015 kom út heimildamyndin „Veðrabrigði“ eftir hana, framleidd af Seylunni ehf. Ári síðar 2016 kom út fyrsta skáldsaga Ásdísar; Utan þjónustusvæðis, krónika. Árið 2017 kom út önnur heimildamynd eftir Ásdísi; „Skjól og skart - handverk og saga íslensku búninganna.“

Árið 2017 kom út önnur heimildamynd eftir Ásdísi; „Skjól og skart - handverk og saga íslensku búninganna“, síðan „Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga“, frumsýnd haustið 2019 og nú sumarið 2021 er verið að leggja lokahönd á „Milli fjalls um fjöru“, sem er heimildamynd um skóg á Íslandi.

Showcase

Sýnigluggi

Thumbnail image of The Situation Woods Grew Here Once

This documentary tells the story about the forest in Iceland, its deforestation and forestry. The storytellers in the film are scientists, scholars, foresters and farmers.

more
Thumbnail image of Ástand Milli fjalls og fjöru

Heimildarmynd þessi segir frá skógum Íslands, skógeyðingu og skógrækt. Sögumenn eru vísindamenn, fræðimenn og bændur.

meira
Thumbnail image of The Situation The Bountiful Land

- Icelandic Food Traditions and Food History

The documentary The Land of Bounty is about the old Icelandic food tradition and the changes that have taken place.

more
Thumbnail image of Ástand Gósenlandið

- íslensk matarhefð og matarsaga

Í heimildamyndinni Gósenlandinu er fjallað um íslenska matarhefð og þær breytingar sem hafa átt sér stað í matarsögu Íslendinga.

meira
Thumbnail image of Form and Function Form and Function

- Handicraft and History of the Icelandic National Costumes

This a documentary about handicraft, feeling, cultural history and politics.

more
Thumbnail image of Skjól og skart Skjól og skart

- handverk og saga íslensku búninganna

Þetta er heimildarmynd um handverk, tilfinningar, menningarsögu og pólitík.

meira
Thumbnail image of Björg Björg

- A Technical Guide to Clink Boat Building

A 4 hour 2 disc instructional video about clink boat building from A to Z. The type of clink boat is one that was once predominant in the Breidafjord Bay in West Iceland.

more
Thumbnail image of Björg Björg

- leiðarvísir í bátasmíði

Fylgst er með smíði súðbyrðings frá kili að sjósetningu. Lag bátsins er breiðfirskt og smíðin fór fram á Reykhólum 2006 - 2007.

meira
Thumbnail image of On Northern Waters On Northern Waters

- The Story of a Boat

The story of thousand years of boatbuilding in the North unfolds as we watch four boatbuilders build a clinkboat of the type that was once predominant in the West of Iceland.

more
Thumbnail image of Súðbyrðingur Súðbyrðingur

- saga báts

Samhliða því sem endurgerð breiðfirsku Staðarskektunnar er smíðuð, rennur fram þúsunda ára saga bátasmíða á Norðurlöndum.

meira
Thumbnail image of Highway 48 Highway 48

A good couple on a Sunday drive.

more
Thumbnail image of Á þjóðvegi 48 Á þjóðvegi 48

Sæmdarhjón í sunnudagsbíltúr.

meira
Thumbnail image of Dream Hunters Dream Hunters

The daughters of Reykjavík in the short days and long nights of winter.

more
Thumbnail image of Draumadísir Draumadísir

Um stutta daga og langar nætur Reykjavíkurdætra.

meira
Thumbnail image of Ingaló Ingaló

The story of a young rebellious woman and her younger brother traveling and working in the harsh society of fishworkers and seamen.

more
Thumbnail image of Ingaló Ingaló

Saga um unga uppreisnagjarna konu og bróður hennar á flakki í hráslagalegu sjómanns- og verbúðarlífi.

meira
Thumbnail image of Foe's Necropants Foe's Necropants

A theatrical horror monologue. Financial sharks and Icelandic folkloric heritage, such was the source of the story of the Foe.

more
Thumbnail image of Ódó á gjaldbuxum Ódó á gjaldbuxum

Hrollvekjandi einleikur sprottinn upp úr þjóðlegum sagnaarfi og fjármálaóreiðu.

meira
Thumbnail image of The Situation The Situation

Radioplay

1941 in British occupied Iceland. When a 16 year old girl befriends a young British soldier, she comes under the scrutiny of a new government-appointed moral brigade. She wants to continue her education and become a doctor but her hopes are jeopardised when she's arrested on promiscuitty charges and put in a home for delinquent girls.

more
Thumbnail image of Ástand Ástand

Útvarpsleikur

Árið er 1941 og Bretar hafa hernumið Ísland. Þegar hin 16 ára Guðrún kynnist ungum breskum hermanni lendir hún undir smásjá ungmennaeftirlitsins sem yfirvöld hafa nýlega komið á fót.

meira