A woman with a snake

Foe's Necropants

Ódó á gjaldbuxum

- the horror monologue by Ásdís Thoroddsen was written in 2005. The strange atmosphere in Icelandic society in this time, specially the interviews with the so called banksters, the financial sharks, as the well as the news from abroad, mixed with the daily life of Reykjavik and Icelandic folkloric heritage, and thus was the source of the story of the Foe.

Several people know about the part the veiled woman played in the financial crisis that shock the world but no real analysis has been made on the wide interference she had with the internal affairs of various states. Tonight she invites us to her own living room and tells us about her difficult childhood in a hut on the outskirts of Reykjavik, gives us an insight in her mysterious role as the mightiest "man" in the world and tells about many exciting acts of crime. The Foe comes out, and with a purpose.

- hinn hrollvekjandi einleikur var skrifaður af Ásdísi Thoroddsen á fyrra misseri 2005. Andrúmsloftið í íslenska þjóðfélaginu á þeim tíma og ekki hvað síst viðtöl í dagblöðum við útrásarvíkingana, fréttir frá heimsbyggðinni, í bland við reykvískan hversdag og íslenskan þjóðsagnaarf eru uppspretturnar að sögu hins djöfullega óbermis.

Þáttur slæðukonunnar í úlfakreppu þeirri sem skekur hagkerfi heimsbyggðarinnar er ýmsum kunnur en þó enn hafa ekki verið greind hin víðtæku áhrif sem hún hefur haft á innra stjórnmálalíf hinna ýmsu landa. Í kvöld býður hún til stofu og segir okkur frá erfiðum uppvexti sínum í kofahreysi í útjaðri Reykjavíkur, gefur okkur innsýn í hið dularfulla skeið sem valdamesta manns á byggðu bóli og segir frá fleiri en einu eða tveimur spennandi ódæðisverkum. Ódóið afhjúpar sig, en í vissum tilgangi þó.

Information

Upplýsingar

Ódó:  Þórey Sigþórsdóttir
Author and Director:  Ásdís Thoroddsen
Lighting and Sound:  Garðar Borgþórsson
Composer:  Bára Grímsdóttir
Voice Coach:  Kristjana Stefánsdóttir
Art Director and Costumes:  Ásdís Thoroddsen
Sculptor:  Leonor Arocena Sutz

Ódó:   Þórey Sigþórsdóttir
Handrit og leikstjórn:   Ásdís Thoroddsen
Lýsing og hljóðstjórn:   Garðar Borgþórsson
Tónskáld:   Bára Grímsdóttir
Raddþjálfi:   Kristjana Stefánsdóttir
Leikmynd og búningar:   Ásdís Thoroddsen
Mannslíkneski:   Leonor Arocena Sutz

The staging of the monologue was a cooperation of the Theatre of Hafnarfjord and Gjóla ehf. The premier was in April 2009. Þórey Sigþórsdóttir played The Foe, and Bára Grímsdóttir composed the music. Ásdís Thoroddsen directed.
Ódó á gjaldbuxum has been broadcasted in the Radio Theatre of the Icelandic Broadcasting service under the title "An Eve with The Foe". Jóhanna Vigdís Arnardóttir acted The Foe, directed by author Ásdís Thoroddsen.

Facebook icon  Facebook :  Foe's Necropants.

Einleikurinn Ódó á gjaldbuxum var samvinnuverkefni Hafnarfjarðarleikhúss og Gjólu leikhúss. Frumsýning var 19. apríl 2009 í Hafnarfjarðarleikhúsi.
Hann hafði áður verið fluttur í Útvarpsleikhúsi í nóvember 2007 undir heitinu Kvöldstund með Ódó. Jóhanna Vigdís Arnardóttir fór með hlutverk ódæðunnar í leikstjórn höfundar Ásdísar Thoroddsen og við tónlist Báru Grímsdóttur.

Facebook icon  Facebook :  Ódó á gjaldbuxum.

Photo of Þórey Sigþórsdóttir

Thorey Sigthorsdottir
graduated as an actress from the Icelandic Drama School in 1991. In 2012 she got MA in Advanced Theatre practice from the Royal Central School of Speech and Drama, London and in 2014 she got an MA in applied Culture and Communication from the University of Iceland. Her graduation work was a radioplay “Lífshætta” or “Risk of death” written and directed by her. Thorey has worked as an actor, voice teacher and director for many years, actiong at the City Theatre and the National Theatre and with independent theatre groups e.g. Thorey is an artistic director of the theatre group Flying fishes. Thorey directed Lungs by Duncan Macmillan at Theatre Idnó in Reykjavík premiered in January 2017.
www.thoreysigthors.com

Þórey Sigþórsdóttir
útskrifaðist árið 1991 frá Leiklistarskóla Íslands. 2012 tók hún MA í Advanced Theatre Practice frá Royal Central School of Speech and Drama í Lundúnum og 2014 MA í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar var útvarpsleikurinn „Lífshætta“, samið og leikstýrt af henni sjálfri. Þórey hefur unnið sem leikari, raddþjálfi og leikstjóri til fjölda ára. Hún hefur leikið í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og hjá sjálfstæðum leikhópum. Þórey er listrænn stjórnandi leikhópsins „Fljúgandi fiska“. Síðast leikstýrði Þórey sýningunni „Andaðu“ (Lungs) eftir Duncan Macmillan í Iðnó sem frumsýnd var í janúar 2017.
www.thoreysigthors.com

Photo of Garðar Borgþórsson

Garðar Borgþórsson
started working as a lighting- and sound technician at Theatre of Hafnarfjord in 2002. He has designed the lighting for various productions, amongst them Steinar í djúpinu, Dubbeldusch and Húmanímal. Gardar currently works at Reykjavík City Theatre, Borgarleikhúsið.

Garðar Borgþórsson
hefur starfað sem ljósa- og tæknimaður við Hafnarfjarðarleikhús síðan árið 2002. Hann hefur hannað lýsingu fyrir fjölda leiksýninga og má þar síðast telja Steinar í djúpinu, Dubbeldusch og Húmanímal. Þá lýsti hann Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsi Hann hefur lýst fjölda danssýninga í Hafnarfjarðarleikhúsi sem og víðar og hefur annast tæknikeyrslu við tugi sýninga.

Photo of Bára Grímsdóttir

Bára Grímsdóttir
graduated from the Reykjavik School of Music in 1989 and undertook further studies in the Netherlands. Her work has been performed widely in Iceland, Europe and the United States. Bára has been composer in residence at the summer concert series in Skálholt, Iceland. Many of her choir works have been recorded and released on the CD album "Virgo gloriosa", which was was nominated for the Icelandic Music Awards in 2003.

Bára Grímsdóttir
útskrifaðist úr Tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík 1989 og stundaði framhaldsnám í Hollandi. Verk hennar hafa verið flutt víða; á Íslandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Bára hefur verið Staðartónskáld á sumartónleikum í Skálholti. Mörg kórverka hennar hafa verið hljóðrituð og gefin út og var hljómdiskurinn ,,Virgo gloriosa", með verkum hennar var tilnefndur til hinna slensku tónlistarverðlauna 2003.

Photo of Kristjana Stefánsdóttir

Kristjana Stefánsdóttir
has been one of the leading artists in the Icelandic Jazz scene for years. She is also Award winning composer for theatre. Her first album was released in 1996 with guest stars Emiliana Torrini and Icelandic pop icon Páll Óskar. Since then she has made recordings as a soloist and as a guest performer and she makes regular appearances in theatre, radio, television and in concerts. She has been nominated for the Icelandic Music Awards and the Icelandic Theatre Awards several times. Kristjana lives and works in Reykjavik, Iceland.

Kristjana Stefánsdóttir
hefur verið leiðandi tónlistarkona í íslenskri jazz og spunatónlist um árabil og starfar nú einnig sem tónskáld. Fyrsta geislaplata Kristjönu kom út 1996 en þar eru engir ómerkari gestasöngvarar en Páll Óskar Hjálmtýsson og Emilíana Torrini. Hún hefur síðan hljóðritað bæði í eigin nafni og sem gestasöngvari og komið reglulega fram í útvarpi, sjónvarpi og á tónleikum, bæði hérlendis og erlendis. Kristjana hefur margsinnis verðið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hefur unnið Grímuna, Íslensku sviðslistaverðlaunin í nokkur skipti fyrir tónlist sína og hönnun nýrra sýninga. Kristjana býr og starfar í Reykjavík.

Preview

Stiklur

Preview I

Stikla I

Preview II

Stikla II

Reviews

Umsagnir

,,Verkið um Ódó sýnir einmitt hvað er hægt að gera mikið úr litlu. Með góðum leik, í þessu tilfelli hjá Þóreyju Sigþórsdóttir, en þó fyrst og fremst með afar vel skrifuðu handriti, er mögulegt að gera betri list en með öllum heimsins bankastyrkjum".
,,Að lokum skal það nefnt að málfar Ásdísar er einkar fallegt. Bæði hið ógeðfellda og hið hjákátlega verður á einhvern hátt fallegt í meðförum hennar, stöku setningar, nánast stökkva af sviðinu, meðan hún skautar á milli stíla, er gamaldags og nútímaleg um leið, fer á milli frásagnar og beinna ávarpa svo að Bakhtín hefði orðið stoltur.
Það er engin ástæða til að ætla annað en að bankahrunið muni hafa góð áhrif á listina, og ef til vill er Ódó fyrsta stóra verkið til að koma í kjölfar þess”.

Valur Gunnarsson,Smugunni,
28.04.2009

,,Þórey heldur manni gersamlega föngnum allan tímann, sem er ekki síst að þakka frábærri textameðferð hennar, skýrri og lifandi framsögn, hnitmiðuðum leik í hvívetna. Enn og aftur spyr maður sig hvers vegna kvendjöflar gera orðið svona undarlega seiðmagnaðir á leiksviði".

Jón Viðar Jónsson,DV,
22.04.2009

,,Hún er heillandi, djörf og vitsmunaleg sú tilraun Ásdísar Thoroddsen að nota ýmis tilbrigði hrollvekjunnar og fantasíunnar til að gera það sýnilegt sem gert hefur verið ósýnilegt og setja það í orð sem ekki hefur mátt segja á undanförnum árum".
,,Þórey Sigþórsdóttir er sögumaðurinn og stúlkan sem breytist í skrímsli. Og hún vinnur mikið afrek".

María Kristjánsdóttir, Morgunblaðinu,
21.04.2009

,,Þetta er einleikur þar sem Þórey Sigþórsdóttir ber uppi alla þessa örlagasögu á snilldarlegan hátt. Sviðið allt er mjög vel nýtt og þó svo að textinn sé vissulega í aðalhlutverki eru myndskeiðin engu að síður mjög vel unnin hjá Ásdísi".
,,...frammistaða Þóreyjar Sigþórsdóttur er þrekvirki og hér skila þær stöllur góðri samvinnu".

Elísabet Brekkan,Fréttablaðinu,
21.04.2009

,,Sýning þessi kom mér verulega á óvart, það er langt síðan ég hef séð viðlíkt meistaraverk orðsnilldar, hvernig höfundur smíðar myndrænar textafléttur, svo unun er á að hlýða, innihaldið er sótt í fortíð þjóðar okkar og samtíma sem og tímalaust verk um mannlegt eðli og gjörninga".

Anna Björg Hjartardóttir,lesendabréf í Mbl.,
10.05.2009